Viðfangsefni: Orðaforði, málfræði, framburður, lestur og hlustun
Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að tjá sig munnlega og skriflega um almenn atriði er tengjast einstaklingnum, lífi hans og nánasta umhverfi. Byggður er upp grunnorðaforði og farið í framburðarreglur og grunnatriði málkerfisins. Fléttað er inn í námsefnið kynningu á þeim þeim löndum þar sem spænska er töluð, útbreiðslu hennar, uppruna og hvernig hún nýtist sem alþjóðlegt samskiptamál.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnorðaforða sem þarf til að lýsa sjálfum sér, fjölskyldu sinni og sínu nánasta umhverfi í stórum dráttum munnlega og skriflega
- orðaforða til að tjá sig í ræðu og riti um persónulega hagi sína og annarra, áætlanir sínar og tómstundaiðju
- grunnuppbyggingu málkerfisins
- siðum og venjum í almennum samskiptum fólks
- málsvæði spænskrar tungu
- landafræði Spánar og ákveðnum þáttum menningar landsins
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tjá sig skriflega með einföldum setningum og veita persónulegar upplýsingar um sig og aðra
- lýsa sjálfum sér og öðrum útlitslega og persónulegum einkennum
- tjá álit sitt á efni sem hann þekkir á mjög einfaldan hátt
- rita stuttan og mjög einfaldan texta
- skilja einfaldar setningar, algeng orð og fyrirmæli er tengjast honum sjálfum, fjölskyldu og nánasta umhverfi
- skilja einföld fyrirmæli
- segja frá sjálfum sér og spyrja aðra um þeirra hagi
- taka þátt í samræðum um mjög afmarkað efni sem tengist honum persónulega ef hinn aðilinn er tilbúinn að umorða hluti, endurtaka, tala hægt og leggja til orð
- sjálfstæðum vinnubrögðum
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fylgjast með töluðu máli í einföldum frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum þar sem fjallað er um kunnuglegt efni sem nemandinn svo nýtir sér í náminu
- ná upplýsingum og aðalatriðum úr stuttum lesnum textum sem fjalla um kunnuglegt efni
- leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
- meta eigið vinnuframlag
- geri sér grein fyrir landfræðilegri uppbyggingu Spánar og mismunandi málsvæðum þar sem spænska er töluð