- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Viðfangsefni: Madridarferð
Lýsing: Áfanginn fjallar um Spán með áherslu á Madrid. Farið verður í daglegt tal á spænsku og læra nemendur gagnlegan orðaforða og samskipti á spænsku. Nemendur vinna verkefni í tíma og í borginni Madrid. Heimsóttir verða vinsælir og þekktir staðir í Madrid undir leiðsögn kennara og fararstjóra.
Forkröfur: SPÆN 1DA05 og helst að vera 18 ára þegar ferðin er farin.
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
· orðaforða sem tengist daglegu tali og hversdagslegum aðstæðum
· staðarháttum, menningu og lífi í Madrid.
· orðaforða til að tjá sig í ræðu og riti
· málfræði og málfarsreglum
· siðum og venjum í almennum samskiptum fólks
· blæbrigðum spænskunnar sem töluð er í Madrid
· Hátíðir í Madrid
· Matarmenning í Madrid
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
· tjá sig skriflega með fjölbreyttum orðaforða
· lýsa staðháttum
· tjá álit sitt á efni sem hann þekkir með skipulögðum hætti
· rita langa og efnismikla texta
· skilja betur talað mál
· bera saman ferðamál á Spáni og Íslandi
· taka þátt í samræðum um menningu og sögu.
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
· fylgjast með töluðu máli í frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum þar sem fjallað er um kunnuglegt efni sem nemandinn svo nýtir sér í náminu
· ná upplýsingum og aðalatriðum úr lengri lesnum textum sem fjalla um menningu Spánar.
· nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
· meta eigið vinnuframlag