STÆR1AR05 - Stærðfræði - Algebra og rúmfræði

Viðfangsefni: Brotareikningur, jöfnur, hlutfallareikningur, frumtölur, línuleg föll, tölugildi, flatarmál og rúmmál, einslögun, kvarðar, Pýþagórasarreglan, hornafræði og hornaföll

Lýsing: Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur nái góðum tökum á reikningi með almennum brotum, geti leyst fyrsta stigs jöfnur bæði uppsettar og óuppsettar. Nemendur eiga að geta nýtt sér reglur í flatar- og rúmmálsreikningi til lausnar verkefna. Þá er farið í einslögun, kvarða, hornafræði og fyrstu hornafallareglurnar æfðar. Einnig er farið í frumtöluþáttun , hnitakerfið, jöfnu beinnar línu, og Pýþagorusarregluna. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og góða framsetningu lausna.

Forkröfur: Nemandi hafi lokið grunnskólaprófi í stærðfræði með hæfnieinkunn B, B+ eða A eða lokið 1. þrepi í stærðfræði.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • reikningi með almennum brotum
  • lausn á jöfnum af fyrsta stigi
  • leysa sama tvær jöfnur
  • hlutfallareikningi
  • línulegum föllum, hallatölu, skurðpunktum við ása hnitakerfisins, skurðpunktum lína
  • tölugildi talna
  • þáttun samsettra talna í frumtölur
  • flatar- og rúmmálsreikningum
  • reglum um hornasummur, þríhyrninga, ferhyrninga, beinnar línu
  • einslögun
  • hornafallareikningi í rétthyrndum þríhyrningi, það er notkun á sin(x), cos(x) og tan(x)

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • vinna með almenn brot
  • leysa jöfnur og jöfnuhneppi
  • setja upp dæmi og nota hlutfallareikning til lausnar
  • reikna út hallatölu línu, jöfnu línu og finna skurðpunkta við ása hnitakerfisins og skurðpunkta tveggja lín
  • finna jöfnur lína sem eru samsíða gefinni línu eða hornréttar á hana
  • þátta samsettar tölur í frumtölur
  • nota flatar- og rúmmálsreikninga, geta nýtt formúlur til lausnar
  • reikna út stærð horna í marghyrningum, horn sem myndast milli lína
  • nota hornafallareikning til að reikna út stærð horna og lengdir hliða
  • setja fram og rökstyðja niðurstöður sínar með skýrum hætti

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fást við stærðfræðilega viðfangsefni daglegs lífs
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
  • greina og hagnýta upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum