STÆR1UA05 - Stærðfræði - Stærðfræðigrunnur, fyrri hluti

Viðfangsefni: forgangsröð aðgerða, almenn brot , bókstafareikningur

Lýsing: Í þessum áfanga verðurviðfangsefnið meðhöndlað út frá óhefðbundnum leiðum og reynt að tengja það daglegu lífi og hagnýtum viðfangsefnum. Farið verður í grunnaðferðir-og reglur stærðfræðinnar.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • talnameðferð í samlagningu og frádrætti
  • tengslum margföldunar og deilanleika
  • forgangsröð aðgerða
  • almennum brotum
  • undirstöðureglum talna- og bókstafareiknings

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • setja fram svör með viðeigandi nákvæmni
  • forgangsraða aðgerðum og nota sviga
  • vinna með almenn brot (styttingu, lengingu, margföldun og deilingu)
  • beita helstu aðgerðum á heilar tölur og nota víxlreglu, tengireglu og dreifireglu í talna og bókstafareikningi
  • vinna sjálfstætt að stærðfræðilegum verkefnum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
  • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
  • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta og unnið til baka frá þekktum stærðum
  • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum huga og temji sér jákvætt viðhorf gagnvart faginu
Til baka