STÆR2AF05 - Stærðfræði - Algebra og föll, áfangi á raunvísinda- og viðskipta- og hagfræðibraut
Viðfangsefni: Föll, algebra og mengi
Lýsing: Þessi áfangi er fyrir nemendur á raunvísindabraut og viðskipta- og hagfræðibraut. Meginefni áfangans er algebra, föll og mengi. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Bókstafareikningur: Veldi og rætur. Jöfnur af öðru stigi. Könnun annars stigs ferla (fleygboga). Könnun falla með gerð formerkjataflna. Meðferð algebrubrota. Margliðudeiling. Ójöfnur af fyrsta og öðru stigi. Föll: Fallhugtakið innleitt og nokkur algeng föll kynnt, t.d. tölugildisfallið. Grunnhugtök mengjafræði, s.s. stök, hlutmengi, sammengi og Vennmyndir.
Forkröfur: Nemandi hafi lokið grunnskólaprófi með hæfnieinkunn B, B+ eða A, eða lokið 1.þrepi í stærðfræði.
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- velda og róttarreikningi
- hnitakerfinu, beinni línu og fleygboga
- jöfnum, þáttun liðastærða og algebrubrotum
- margliðudeilingu við þáttun margliða
- formerkjatöflum fyrir föll og skilja tengsl formerkjataflna við gröf fallanna
- frumtölum og frumþáttun
- mengjum og mengjatáknum
- jöfnum og ójöfnum
- tölugildis hugtakinu, einföldum tölugildis jöfnum og ójöfnum
- hornaföllum
- rökfræði
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita veldareglum við ýmiss konar umritanir
- vinna með hnitakerfið, beinar línur og fleygboga, finna skurðpunkta falla, teikna gröf falla og setja upp jöfnur
- leysa annars stigs jöfnur með ferningsrótaraðferð, þáttun og með lausnarformúlu, leysa rótarjöfnur og að nota breytuskipti til að leysa dulbúnar annarsstigs jöfnur
- þátta margliður með margliðudeilingu og útbúa formerkjatöflur
- leysa ójöfnur m.a með hjálp formerkjatöflu
- leysa algildis jöfnur og ójöfnur og teikna lausnir upp á talnalínu
- lengja, stytta, deila, margfalda og leggja saman algebrubrot
- vinna með fallhugtakið, s.s. að ákvarða hvort vörpun er fall, finna formengi og varpmengi og teikna gröf falla
- nota einfaldan mengjareikning og Vennmyndir
- vinna með hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi, þar er notkun á sin(x) , cos(x), tan(x)
- vinna með helstu hugtök rökfræðinnar
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefni og vinna með þau
- skrá lausnir skipulega og setja fram á viðeigandi hátt í máli og riti
- beita gagnrýninni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
- geta fylgt og skilið röksemdafærslur í mæltu máli og riti.