Viðfangsefni: Lýsandi tölfræði, líkindafræði og talningar, aðhvarfsgreining, dreifing
Lýsing: Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim, einkennistölur fyrir gagnasöfn, miðsækni og dreifingu. Undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegu útkomurými, þar á meðal frumatriði talningarfræði. Farið verður í tvíkostadreifingu og normaldreifingu. Úrtaksdreifing skoðuð. Könnuð er fylgni og jafna bestu línu. Verkefni eru unnin með aðstoð reiknitækja auk þess sem helstu föll tölfræðinnar verða sýnd í Excel. Tölfræði skoðuð í gegnum Geogebru.
Forkröfur: STÆR2HG05 eða STÆR2AF05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu aðferðum lýsandi tölfræði s.s. miðsækni og dreifð
- fylgni ásamt jöfnu bestu línu
- grundvallaratriðum talningafræði og beitingu talningaregla
- líkindareikningi og helstu líkindareglum
- tvíkostadreifingu og notkun hennar við lausn líkindadæma
- normaldreifingu og beitingu hennar í úrtaksdreifingu
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lýsa tölfræði svo sem að lýsa miðsækni tölulegra gagnasafna og dreifingu þeirra
- setja fram myndræna túlkun til að skýra niðurstöður
- beita talningarfræði og ýmsum grunnreglum í líkindafræði til þess að reikna heildarlíkindi fyrir samrýmanlega og ósamrýmanlega atburði, háða og óháða atburði, skilyrt líkindi
- beita marktæknireikningum með notkun normaldreifingar ásamt því að nota normaldreifingu til að meta tilgátur
- reikna fylgni og útskýra niðurstöður fylgnireiknings
- líta gagnrýnum augum á tölfræði í daglegu umhverfi
- nota töflureikni (Excel eða sambærilegt) til að leysa verkefni og setja upp niðurstöður í tölum og myndum
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu tölfræðilegra viðfangsefna
- beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur
- nýta sér normaldreifingu til að meta gögn og álykta
- gera sér grein fyrir takmörkunum tölfræðinnar
- Geta með gagnrýnum hætti rökrætt tölfræðilegar niðurstöður
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau