STÆR3MG05 - Stærðfræði - Afleiður, veldi, föll, runur og raðir, áfangi á viðskipta- og hagfræðibraut
Viðfangsefni: Velda-og lograreikningar, afleiður og notkun þeirra, runur og raðir, fallhugtakið, ræð föll, vísiföll, gröf falla
Lýsing: Aðalefni áfangans er deildun falla og könnun þeirra, hagnýting deildunarreiknings, markgildi, vísiföll, lograföll, samfelld föll. Nemendur eru hvattir til að vinna saman að lausn verkefna þegar við á og temja sér góð og öguð vinnubrögð við framsetningu lausna.
Forkröfur: STÆR2AF05
Þekkingarviðmið: Í lok áfangans skal nemandi hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- velda og vísiföllum
- lausnum lograjafna
- deildun falla, s.s. vísis-og lografalla og samsettra falla
- hagnýtingu deildunar
- meðhöndlun algengustu falla, s.s. markliðu-, veldis- og rótarfalla
- geta túlkað upplýsingar sem fram koma í gröfum falla
- markgildum falla
- runum og röðum (jafnmuna/mismuna- og jafnhlutfalla/kvótarunum og röðum)
Leikniviðmið: Í lok áfangans skal nemandi hafa öðlast leikni í að:
- nota logra til að leysa jöfnur
- finna afleiður falla út frá reiknireglum um deildun
- reikna einföld markgildi og ganga úr skugga um hvort fall sé samfellt
- finna útgildispunkta
- teikna feril falls
- geta beitt reiknireglum á runur til að finna ákveðinn lið, fjölda liða og summu
Hæfniviðmið:
- Í lok áfangans skal nemandi geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
- átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna
- skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau
- geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni