STÆR3RÚ05 - Stærðfræði - Þrívíð rúmfræði, valáfangi á raunvísindabraut

Viðfangsefni: Þrívíð rúmfræði, margflötungar, vigrar, jafna og stikaform línu og sléttu, horna- og fjarlægðarreikningar, vigurfeldi, keilusnið og jöfnur þeirra

Lýsing: Í þessum áfangar er fjallað um skilgeiningar og reiknireglur fyrir vigra og sléttur á hnitaformi, vigrar í þrívídd og hnit þeirra. Hornafræði í þrívíðu rúmi. Jöfnur keilusniða og speglunareiginleikar þeirra. Nemendur þurfa að geta leitt út valdar sannanir og lagt er upp úr því nemendur beiti skipulögðum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum.

Forkröfur: STÆR3HV05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • skilgreiningum og reiknireglum vigra í sléttu og rúmi
  • stikaformi línu í tvívíðu og þrívíðu rúmi
  • krossfeldi
  • fjarlægð milli punkta og línu, milli punkts og sléttu, milli samsíðna sléttna, milli mislægra lína
  • mismunandi keilusniðum og speglunareiginleikum þeirra

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita vigurreikningi í sléttum fleti
  • finna stikaform lína og slétta
  • finna innfeldi og krossfeldi vigra
  • finna horn milli vigra og sléttna í þrívíðu rúmi
  • nota reglur í vigrarreikningi án þess að hnit séu gefin upp
  • teikna upp mismunandi keilusnið með GeoGebru
  • leiða út valdar sannanir

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega og á viðeigandi hátt
  • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum
  • geta fylgt eftir og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta