STJÓ2SS05 - Stjórnmálafræði - Stjórnmál og samfélag
Viðfangsefni: Stjórnmál og samfélag
Lýsing: Áfanginn er kynning á stjórnmálafræðinni sem fræðigrein og þeim aðferðum sem hún notar til greiningar. Nemendur kynnast helstu stjórnmálastefnum, kenningum og hugtökum stjórnmála. Nemendur fá þjálfun í að greina álitamál og átakafleti stjórnmála með verkfærum greinarinnar. Áhersla er lögð á að nemendur geti tjáð sig í ræðu og riti um stjórnmál og áhrif þeirra á hópa og einstaklinga.
Forkröfur: FÉLA1IH05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugmyndastefnum stjórnmála
- íslensku flokkakerfi og stefnumálum íslenskra stjórnmálaflokka
- helstu átakamálum og viðfangsefnum stjórnmála
- helstu hugtökum stjórnmála (t.d. lýðræði, vald, stjórnkerfi, mannréttindi og fullveldi)
- hlutverki og virkni alþingis
- áhrifum fjölmiðla og almenningsálits á stjórnmál
- virkni stjórnkerfa
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita hugtökum og kenningum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg viðfangsefni
- greina og meta ólíkar stjórnmálastefnur og áhrif þeirra á samfélag og stjórnmálastarf
- greina álitamál frá mörgum hliðum, vega og meta ólíka hagsmuni
- taka afstöðu til ólíkra málefna og rökstyðja hana
- afla upplýsinga um stjórnmálatengd málefni
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka þátt í rökræðum um stjórnmál og fundið leiðir að lausnum í álitamálum
- fylgjast með stjórnmála- og samfélagsumræðu hérlendis og erlendis
- vinna úr upplýsingum með skipulögðum og fræðilegum aðferðum
- meta og kynna niðurstöður gagnavinnu
- vinna í samvinnu við aðra að sameiginlegum verkefnum
- meta áhrif stjórnmála á daglegt líf og hvernig þau hafa áhrif á aðstæður einstaklinga og hópa
- átta sig á möguleikum til að hafa áhrif í lýðræðisþjóðfélagi