STJÖ2SV05 - Stjörnufræði - Stjörnukerfi og vetrarbrautir

Viðfangsefni: Stjörnukerfi og vetrarbrautir

Lýsing: Helstu atriði nútíma stjarnvísinda: sólkerfið, myndun þess og þróun; Sólin og aðrar sólstjörnur, myndun þeirra, þróun og lokastig (hvítir dvergar, nifteindastjörnur og svarthol); vetrarbrautir og kortlagning alheimsins, heimsfræði, upphaf alheims og þróun til vorra daga, örbylgjukliðurinn og myndun frumefnanna, hulduefni, hulduorka og endalok alheims. Fjölheimar.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • plánetum sólkerfisins og staðhætti á þeim, sem og helstu tungl og smástirni
  • himinhvelfingunni, stjörnumerkjum, hreyfingum pláneta, Tungls og Sólar og myrkvum á Tungli og Sól
  • innri gerð og virkni á yfirborði Sólar, orkuuppsprettu sólar og kjarnasamruna, CNO og helínsamruna
  • HR-línuritinu, geti teiknað meginröð og svæði hvítra dverga og rauðra risa
  • fjarlægðastiga og aðferðir til að ákvarða fjarlægðir til himinfyrirbæra, kortlagning alheimsins
  • frumforsendu heimsfræðinnar og hina viðteknu heimsmynd nútíma stjarnvísinda Miklahvell
  • örbylgjukliðinum, myndunar léttu frumefnanna í Miklahvelli og lögmáls Hubbles
  • hvers vegna gert er ráð fyrir að hulduefni og hulduorka séu helstu efniviðir alheimsins

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sjá fyrir sér snúning plánetanna og fylgitungla í þrívídd og skilja kvartilaskipti Tungls og Venusar
  • skilja þróunarsögu Sólarinnar og setja í samhengi við þróun annarra sólstjarna og ævilok þeirra
  • skynja stærðargráður sólkerfa, vetrarbrauta, grenndarhópa, þyrpinga
  • beita formúlum til að reikna fjarlægðir með lögmáli Hubbels og birtustigum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra myrkva á Sól og Tungli
  • halda fyrirlestra um stjörnufræðiviðfangsefni að eigin vali
  • rökræða upphaf og endalok alheimsins og möguleikana á fjölheimum