STJR2SM05 - Stjórnun - Stjórnun og mannauðsstjórnun

Viðfangsefni: Störf stjórnenda, mannauðsstjórnun, hópar, stefnumótun

Lýsing: Farið er yfir grunnhugtök og kenningar í stjórnun s.s stjórnskipulag og fyrirtækjabrag, boðleiðir, stjórnunarkenningar, stjórnunarstíla, hópa og hópavinnu, starfshvata, verkstjórn, valdaframsal og fyrirtækjalýðræði, upplýsingar og upplýsingamiðlun, starfsmannastjórnun, starfsmannastefnu, starfsmannaáætlanir, móttöku nýliða, uppbyggingu viðtala, starfsþjálfun og ýmis stjórntæki kynnt. Þá er farið yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði og stefnumótun. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtækið og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða meðal annars að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þróun stjórnunar sem fræðigreinar
  • hlutverki stjórnenda
  • stjórnskipulagi og skipulagsheild fyrirtækja
  • fyrirtækjamenningu og helstu kenningum um hana
  • helstu stjórnunarkenningum og stjórnunarstílum
  • starfshvötum og valdaframsali
  • gildi hópavinnu í lausn verkefna og mismunandi aðferðum við notkun hópa
  • boðmiðlun, samskiptarstjórnun og stjórnun upplýsinga
  • árangursríkri breytingarstjórnun
  • hlutverki verkstjóra
  • helstu kenningum um leiðtoga
  • nýjum straumum og hugmyndum í stjórnunarfræðum
  • starfsmannastjórnun, starfsmannastefnu og starfsmannaáætlunum
  • ráðningarferli, starfslýsingum og starfsmötum
  • kynningu og móttöku nýliða
  • frammistöðumati og starfsmannasamtölum
  • stefnumótum, vinnuferli stefnumótunar og aðferðum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota aðferðir og verkfæri stjórnunar við lausn ýmissa raunhæfra verkefna
  • túlka skipurit og lýst mikilvægi skýrra boðleiða í skipulagsheildum
  • lýsa mismunandi stjórnunarstílum með raunhæfum dæmum
  • lýsa og greina hvernig starfshvatar virka til betri árangurs í starfi skipulagsheilda og samspili starfshvata og mannlegra þarfa
  • lýsa kostum og göllum hópvinnu og lýsa forsendum árangursríks hópastarfs
  • sýna fram á mismunandi virkni tvíhliða- og einhliða samskipta
  • rökstyðja og sýna fram hvernig hægt er að nota verkfæri og hugmyndir breytingarstjórnunar til betri árangurs við innleiðingu á breytingum
  • greina mismunandi starfsmannastefnur og gera starfsþróunaráætlun eftir gefnum forsendum
  • leggja mat á frammistöðu og greina mismunandi viðbrögð í starfsmannasamtölum
  • kortleggja vinnuferli stefnumótunar
  • hagnýta sér netið til öflunar stjórnunarlegra upplýsinga

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra mikilvægi stjórnunar fyrir einstakling, fyrirtæki og samfélag
  • finna lausnar á raunverulegum viðfangsefnum á sviði stjórnunnar
  • undirbúa viðtal og stjórna samskiptum meðan á viðtali stendur
  • taka þátt í umræðu um mannauðsstjórnun og stjórnun skipulagsheilda með skilningi og út frá faglegu sjónarmiði
  • lesa um málefni tengd mannauðsstjórnun og stjórnun skipulagsheilda með skilningi.
  • beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
  • notað ýmis verkfæri stjórnunar til að auðvelda skipulagningu og gera stjórnun árangursríkar
  • að nemandi geti nýtt sér eigin reynslu af atvinnu og atvinnulífi við lausn verkefna
Til baka