Viðfangsefni: Málfræði, orðaforði og málfærni
Lýsing: Áfanginn er byrjunaráfangi þar sem áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur fá innsýn í menningu og staðhætti á þýska menningarsvæðinu og kynnast ýmsum venjum í samskiptum og siðum. Í byrjun eru nemendur þjálfaðir í öllum málfærniþáttum; tali, hlustun, ritun og lesskilningi. Áhersla er lögð á framburð, grunnatriði málnotkunar og uppbyggingu orðaforða sem tengist nemandanum og hans nánasta umhverfi. Nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum, eru hvattir til að tileinka sér árangursríka námstækni og þjálfaðir í að meta framvindu sína í námi.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
- grundvallarþáttum þýska málkerfisins
- framburðarreglum og tónfalli tungumálsins
- þýskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þeirra
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um kunnugleg efni
- fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp
- lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða, um umhverfi hans og áhugamál
- taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
- beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
- segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni, vinum og áhugamálum með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
- skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi
- fyllt út einföld eyðublöð, skrifað póstkort og minnismiða
- tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um persónulega hagi og efni sem hann þekkir
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
- skilja meginatriði einfaldra texta og greina einfaldar upplýsingar
- miðla upplýsingum um sjálfan sig og nánasta umhverfi sitt, s.s. fjölskyldu, vinum, áhugamálum með því að beita orðaforða á sem réttastan hátt
- leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
- meta eigið vinnuframlag og kunnáttu
- tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin getu í faginu