ÞÝSK1ME05 - Þýska - Menning og staðir, 3. áfangi í þýsku

Viðfangsefni: Málfræði, orðafræði og málfærni

Lýsing: Helstu atriði ÞÝSK1DA05 eru rifjuð upp um leið og bætt er við orðaforða og málfræði. Áhersla er lögð á að þjálfa áfram alla málfærniþætti: munnlega og skiflega tjáningu, hlustun og lesskilning. Textar verða lengri og fjölbreyttari. Orðaforði er aukinn, ný málfræðiatriði eru þjálfuð. Að mestu er lokið við að fara yfir grundvallaratriði þýska málkerfisins. Þá eru nemendur einnig þjálfaðir í að segja frá liðnum atburðum. Menningu og staðháttum þýskumælandi landa er fléttað inn í kennsluna m.a. í gegnum lestur viðeigandi texta sem varpa ljósi á daglegt líf.

Forkröfur: ÞÝSK1DA05

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • orðaforða sem þarf til að mæta hæfiviðmiðum þrepsins
  • grundvallaratriðum þýska málkerfisins
  • einföldum samskiptum í mæltu og rituðu máli
  • þýskumælandi svæðum og menningu þeirra

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • skilja talað mál um almenn og sérhæfð kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
  • skilja texta um almenn og sérhæfð efni sem fjallað er um í áfanganum
  • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota málsnið við hæfi
  • fylgja söguþræði í einföldum bókmenntatexta
  • segja frá í nútíð, núliðinni tíð og þátíð
  • rita stutta, einfalda, samfellda texta í nútíð og þátíð
  • nýta sér ýmis hjálpargögn

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um persónulega hagi og efni sem hann þekkir
  • greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli
  • skilja meginatriði einfaldra texta og greina einfaldar upplýsingar
  • segja frá sjálfum sér og nánasta umhverfi sínu, s.s. áhugamálum, atvinnu, ferðalögum
  • bjarga sér sem ferðamaður í þýskumælandi umhverfi. Hér er átt við almennar aðstæður s.s. spyrja og fá upplýsingar um brottfarartíma, ferðamáta, leiðir, verslanir o.s.frv.
  • nýta þekkingu og leikni til að leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
  • tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin getu í faginu
  • tjá sig um liðna atburði í ræðu og riti
  • skrifa um málefni og atburði byggða á persónulegri og ímyndaðri reynslu
Til baka