- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Áfanginn Helförin fjallar um einn skelfilegasta atburð mannkynssögunnar sem hafa ber í huga við val á áfanganum. Í áfanganum er fjallað um hugmyndafræði nasista, uppgang nasistaflokksins og valdatöku í Þýskalandi. Hermdarverk nasista og þjóðarmorð verða skoðuð ásamt sögum eftirlifenda. Tengingin við Ísland verður skoðuð, dvöl Leifs Muller í Sachsenhausen og fleiri fanga þar. Ætlunin er að hópurinn ferðist til Póllands eða Þýskalands og skoði þar búðir nasista og fræðist um sögu þeirra.
Markmið áfangans er að gefa nemendur skýra sýn á helförina og læra af sögunni.
Athugið vel að áfanginn er í vinnslu.