- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þarf ég að eiga tölvu og hvaða forrit þarf ég þá að hafa?
Það er ekki skylda að vera með tölvu í skólanum en það er samt æskilegt því verkefnavinna fer mikið fram í tölvum auk þess sem langflest verkefnaskil fara fram í INNU. Allir skráðir nemendur við skólann fá aðgang að Office 365 sem inniheldur forrit eins og word, excel, powerpoint og outlook póstforritið.
Hægt er að styðjast við leiðbeiningar hér á heimasíðunni þegar Office pakkinn er sóttur.
Hvert leita ég eftir tölvuaðstoð?
Nemendur geta fengið aðstoð með það helsta sem snýr að Office hugbúnaði og Menntaskýs aðgangi hjá fulltrúum Opinna kerfa. Á haustönn 2024 er viðvera þeirra á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 08:30 - 12:00.
Hvernig tilkynni ég veikindi?
Öll veikindi skulu tilkynnt í INNU og þurfa að berast fyrir hádegi hvern dag sem veikindi vara. Best er að foreldrar tilkynni veikindi á sínum INNU aðgangi. Þá þarf enga frekari staðfestingu á veikindum. Ef nemendur tilkynna veikindi sjálfir, hvort sem þeir eru eldri eða yngri en 18 ára, þurfa þeir að skila staðfestingu á veikindum innan þriggja daga til skrifstofu skólans. Staðfesting getur verið læknisvottorð eða vottorð undirritað af foreldri. Foreldravottorð er hægt að nálgast á skrifstofu skólans.
Get ég sótt um leyfi?
Gert er ráð fyrir því að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma. Sé það ekki hægt geta foreldrar, bæði 18 ára og eldri og yngri nemenda, óskað eftir leyfi rafrænt á INNU. Gott er að lesa skólasóknarreglur áður en leyfis er óskað, þær er að finna hér.
Er skólinn með skápa til leigu fyrir nemendur?
Já, í skólanum er töluvert af skápum sem nemendur geta leigt. Upplýsingar um þá má nálgast á skrifstofu skólans.
Hvar panta ég tíma hjá náms- og starfsráðgjafa?
Nemendur geta pantað tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum og nemenda- og kennsluráðgjafa í gegnum heimasíðu skólans. Sjá hér.
Er skólahjúkrunarfræðingur starfandi innan skólans?
Skólahjúkrunarfræðingur er starfandi tvo morgna innan skólans og er í viðtalsherbergi á móti stofu H201. Á haustönn 2024 er viðvera hjúkrunarfræðings á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 08:30 - 12:00.
Geta foreldrar fengið aðgang að INNU eftir að nemendur eru orðnir 18 ára?
Já, nemendur geta veitt foreldrum sínum leyfi til að geta áfram fylgst með á INNU eftir að nemandinn verður 18 ára. Þetta er gert í stillingum á INNU nemandans. Foreldrar geta þá áfram fylgst með námsframvindu og tilkynnt veikindi og þess háttar.
Er boðið upp á námsaðstoð í skólanum?
Já það er boðið upp á ýmis úrræði í námi innan skólans. Nemendur hafa aðgang að ritveri skólans, sjá opnunartíma, þar sem tveir kennarar starfa og þar er hægt að fá aðstoð við hvers kyns verkefnavinnu, heimildavinnu, skráningu heimilda og ýmislegt annað tengt námi. Í raungreinaveri, á þriðjudögum frá kl. 15:45-16:45, er hægt að fá aðstoð í stærðfræði og raungreinum hjá kennara. Nemendur bjóða svo jafningjaaðstoð í stærðfræði í fundahléi á miðvikudögum í stofu M309.
Hvar get ég athugað með óskilamuni?
Best er að spyrjast fyrir um óskilamuni hjá umsjónarmanni fasteigna eða á skrifstofu skólans.