16. september - Dagur íslenskrar náttúru
16.09.2021
Umhverfisnefnd nemenda fagnar Degi íslenskrar náttúru með áherslu á samgöngur og loftslagsbreytingar.
Í tilefni dagsins verður vakin athygli á verkefnum Skóla á grænni grein og svo fáum við heimsókn frá fulltrúum VÍS til að kynna Ökuvísinn sem hvetur til vistaksturs. Þá koma einnig gestir frá Hopp með rafskútu.
Í hádeginu sitja fulltrúar stórnmálaflokka fyrir svörum. Pallborðsumræðurnar snúast um þemu annarinnar, samgöngur og loftlagsbreytingar.