- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nemendur í spænsku við Flensborgarskólann tóku þátt í stuttmyndasamkeppni sem skipulögð var af sendiráði Spánar á Íslandi í tengslum við Spænskuhátíð þann 17. febrúar. Þema stuttmyndasamkeppninnar var markmið Sameinuðu þjóðanna sem snýr að jafnrétti kynjanna. Það voru þau Ásgeir Bragi Bryde Þórðarsón, Birkir Snær Steinsson, Emelía Katrín Matthíasdóttir og Elín Klara Þorkelsdóttir sem gerðu myndbandið El Dios de género (Guð kynjanna) og fjallar það um úreltar staðalímyndir kynjanna. Myndband þeirra vann til verðlauna á hátíðinni og fengu þau vikudvöl í Santiago de Compostela í Galisíu og námskeið á vegum háskólans í þeirri borg.
Til hamingju með sigurinn!