Aðalfundur Foreldraráðs Flensborgarskóla og upplýsingafundur vegna COVID-19 aðgerða í skólanum

Foreldrar eru hvattir til að senda spurningar á Erlu skólameistara, erla@flensborg.is og verður þeim svarað á fundinum. Einnig verður boðið upp á fyrirlestur um sálfræðiþjónustu sem stendur nemendum til boða.

 

Dagskrá fundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar – Andri Ægisson formaður
  3. Endurskoðaðir ársreikningar – Kristján Ásvaldsson gjaldkeri
  4. Skólastjórnendur sitja fyrir svörum um COVID-19 aðgerðir og skipulag skólastarfs framundan.
  5. Erindi frá Önnu Kristínu Newton sálfræðingi um sálfræðiþjónustu skólans og hvernig foreldrar geta stutt nemendur í námi.

Linkur á fundinn hefur verið sendur í tölvupósti. Fundargestir eru beðnir að hafa slökkt á míkrafónum á meðan fundi stendur.