Afmæliskveðja!

Kæru Flensborgarar,

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði fagnar 138 ára afmæli skólans í dag en þennan dag, þann 1. október 1882, var Flensborgarskólinn stofnaður sem barnaskóli niður við höfnina hér í Hafnarfirði. Í tilefni dagsins bjóðum við upp á Valdísarís í hádeginu og sendum ykkur hér með rafræna hvatningar- og afmæliskveðju þar sem Viðar Ágústsson, eðlisfræðikennari og Ásbjörn Ingi Ingvarsson, oddviti NFF, fara á kostum og ráða okkur öllum heilt á tímum kórónuveirufaraldurs.

Klárum þetta saman – við erum Flensborg!

Erla S. Ragnarsdóttir 

Skólameistari Flensborgarskóla