- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í dag, 1. október, fagnar skólinn 1️39 ára afmæli sínu. Af því tilefni var sannkölluð afmælisvika í húsinu.
Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi en hefur tekið margvíslegum breytingum í áranna rás. Í dag erum við öflugt skólasamfélag, skapandi og frjó í kennsluháttum, leiðandi skóli í heilsueflingu og í óðaönn við að innleiða græn skref. Við erum afar stolt af skólanum okkar og eins og sést á meðfylgjandi myndum tóku margir þátt í veisluhöldunum, meðal annars Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari. (Sjá má fleiri myndir á Facebook-síðu skólans)