Aldrei fleiri á íþróttaafrekssviði

Íþróttaafrekssviðið tengist öllum brautum skólans. Á þessu sviði er stutt við íþróttafólkið okkar og þá sem hyggja á atvinnumennsku. Díana Guðjónsdóttir, íþróttakennari, heldur utan um þennan fríða hóp og hitti hluta af honum í dag, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þess má geta að nýnemahópurinn hefur heldur aldrei verið stærri en nú. Tæplega 200 nemendur bætast í hóp Flensborgara á þessari önn.