Árshátíðardagur á morgun

Dagskráin á árshátíðardegi nemenda er eins og áður hefur verið auglýst frá kl. 8:30 - 12:30, miðvikudaginn 16. mars. Kennt er samkvæmt stundatöflu fyrstu þrjá tímana en í þriðja tíma er á dagskrá fræðsluerindi fyrir nemendur skólans sem verður streymt í allar kennslustofur. Fræðslan er á vegum Stígamóta og er forvarnarátak um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.

Eftir erindið munu Jói Pé og Króli taka lagið fyrir nemendur á sal og boðið verður upp á ís. Kennsla fellur svo niður eftir hádegið og nemendur geta nýtt tímann til undirbúnings fyrir árshátíðarfjörið um kvöldið.

Árshátíðarballið byrjar kl. 22:00 og lýkur kl. 02:00. Nemendum er boðið upp á heimkeyrslu með rútu og fer fyrsta rútan kl. 01:00. Síðustu rútur fara kl. 02:00. Kennsla fellur svo niður í fyrsta tíma fimmtudaginn 17. mars en hefst aftur samkvæmt stundaskrá kl. 09:50.

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra.