- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Brautskráning nemenda verður á morgun, laugardaginn 19. desember og vegna sérstakra aðstæðna verður athöfninni tvískipt. Nemendur af opinni braut útskrifast klukkan 13:00 og nemendur af félagsvísinda-, raunvísinda- og viðskipta- og hagfræðibraut klukkan 14:00.
Streymt verður frá báðum athöfnum á https://livestream.com/accounts/5108236/events/9450999
Að þessu sinni útskrifast 59 nemendur frá Flensborgarskólanum af fjórum námsbrautum. Flestir útskrifast af opinni braut, þ.e. 30 nemendur. Á dagskrá brautskráningar verða m.a. ræða skólameistara, kveðja frá starfsfólki skólans, ávarp nýstúdentanna Birtu Guðnýjar Árnadóttur og Sigurjónu Hauksdóttur og hljómsveitin Ylja flytur tvö lög.