Brautskráning frá Flensborgarskóla

Alls voru útskrifaðir 59 stúdentar frá Flensborgarskólanum af fjórum námsbrautum í dag, 19. desember. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 30 nemendur. Af félagsvísindabraut útskrifuðust tíu. Af raunvísindabraut tíu. Þá luku níu stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut. Á afrekssviði útskrifuðust fjórtán.

Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Leo Anthony Speight, 9,52 og næsthæstu einkunn hlaut Sólveig Jónsdóttir, 9,09. Birta Guðný Árnadóttir og Sigurjóna Hauksdóttir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda og hljómsveitin Ylja flutti tvö lög við athöfnina. 

Í ávarpi skólameistara, Erlu Ragnarsdóttur, til nýstúdenta kom fram að góðan árangur mætti þakka þrautseigju þeirra og dugnaði í námi. Einnig hefði samtakamáttur starfsfólks skipt sköpum í skólastarfinu. Verkefni næstu annar væru að halda vel utan um félagslíf og færni nemenda og styðja við áframhaldandi þróun kennsluhátta í stafrænu umhverfi.


Á fyrstu myndinni má sjá Leo Anthony sem hlaut hæstu einkunn ásamt Erlu skólameistara.