Flensborgarskólanum í Hafnarfirði brautskráði í dag við hátíðlega athöfn 45 nemendur af fjórum námsbrautum; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Þrettán þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af nýju tæknisviði skólans.
Hæstu einkunn hlaut Kristófer Jónsson, með einkunnina 8,63 á stúdentsprófi. Kristófer útskrifaðist af opinni braut, íþróttaafrekssviði með áherslu á
viðskiptagreinar og fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, íslensku og spænsku. Hann hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Þórarinn Sigurgísli Þórarinsson var með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi, af raunvísindabraut. Hann fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi frá Rio Tinto á Íslandi. Þriðju hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Róbert Bjarni Gunnarsson Haarde. Þá fékk Tanja Ósk Ólafsdóttir viðurkenningu frá Sorptimistaklúbbi Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir miklar framfarir í námi á raunvísindabraut. Glæsilegur árangur þeirra á stúdentsprófi og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir liðna önn. Ungmennakórinn Bergmál, samstarfsverkefni Flensborgarskólans og Hafnarfjarðarkirkju, söng jólalög við athöfnina og þá var Eygló Jónsdóttir, enskukennari, kvödd eftir farsælan feril við kennslu. Einnig var veittur styrkur, kr. 500.000, úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hefur verið veittur á hverri útskrift á jólum frá 1992. Þorkell Magnússon, meistaranemi í félagssálfræði við Háskóla Íslands, er styrkþegi sjóðsins að þessu sinni en hann stefnir á að ljúka framhaldsnámi sínu í vor með meistaraverkefni sínu þar sem áhersla er lögð félagslega hegðun og áhrif á neyslu og umhverfismál.
Fleiri myndir má finna á facebook síðu skólans.