- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Brautskráning útskriftarefna Flensborgarskólans á vorönn 2023 fer fram í Hamarssal, laugardaginn 27. maí. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00 en nemendur eru beðnir um að mæta hálftíma fyrr, nánar tiltekið klukkan 12:30 á kaffistofu starfsfólks.
Útskriftarnemendum er úthlutað sæti við athöfnina. Frjálst sætaval er fyrir gesti en hver og einn nemandi getur boðið þremur gestum með á athöfnina.
Æfing með útskriftarefnum fer fram föstudaginn 26. maí kl. 17:00 og verða þá veittar nánari upplýsingar um skipulag brautskráningar.