Brautskráning og opnunartími skrifstofu

Brautskráning Flensborgarskólans fyrir haustönn 2022 fer fram á morgun kl.14 í Hamarssal. Nemendur eru beðnir um að mæta korter fyrr. Gert er ráð fyrir þremur gestum með hverjum nemenda og að lengd athafnar sé um 1,5 klukkustund.  

Skrifstofa skólans verður lokuð á meðan athöfn stendur og frá og með miðvikudegi 21. desember og fram yfir jól. Hægt er að senda erindi sem þola ekki bið á skrifstofa@flensborg.is

 Þá er vakin athygli nemenda á því að skólahald á vorönn hefst föstudaginn 6. janúar kl. 09:00. Nánari upplýsingar og stundatöflur berast síðar.