- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn
Við erum komin fram á síðustu dagana í kennslu. Í dag fara Skuggakosningar fram en með þeim fá framhaldsskólanemendur um land allt tækifæri til að láta hug sinn í ljós hvað varðar komandi Alþingiskosningar. Tilgangurinn með þessu verkefni er að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til að kjósa þegar það hefur öðlast kosningarétt. Það er stemning hér á kjörstað og öllum leikreglum fylgt eftir þannig að þetta er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt ferli fyrir nemendur að upplifa.
Á morgun fer fram dimmisjón, en þá kveðja útskriftarefni starfsfólk skólans með skemmtilegum hætti. Kennsla fellur því niður í fyrsta tíma.
Síðasti kennsludagur á önninni er þriðjudagurinn 3. desember og er hann hugsaður sem námsversdagur þar sem nemendur geta komið í stofur og hitt kennara sína til að fá aðstoð við að undirbúa lokapróf og/eða skila lokaverkefnum, sjá skipulag hér. Ég vil nota tækifærið til að hvetja ykkur til að nýta tímann vel þessa síðustu daga, mæta vel og skila öllum verkefnum, þá fer allt vel.
Miðvikudagurinn 4. desember er upplestrardagur fyrir nemendur og því fellur öll kennsla niður. Síðan hefjast próf samkvæmt próftöflu fimmtudaginn 5. desember. Lokaprófum lýkur föstudaginn 13. desember en þá fara síðustu forfallaprófin fram. Gott er að kynna sér prófreglur skólans en þar segir m.a. að
Einkunnir verða birtar að morgni 17. desember og prófsýning fer fram síðar sama dag eða kl. 11:30 – 13:00. Við munum auglýsa þessar dagsetningar vel þegar nær dregur en allar upplýsingar um skólastarfið má ávallt finna á heimasíðu skólans. Þá er vert að vekja athygli á því að ef nemandi þarf að færa próf vegna veikinda á próftíma þá þarf að tilkynna það strax á skrifstofu skólans að morgni prófdags.
Að lokum minnum við á að lokadagur til að skila inn vottorðum vegna veikinda síðustu dagana fyrir próf er föstudaginn 6. desember.
Gangi ykkur vel í öllu því sem framundan er!
Með bestu kveðju,
Erla Ragnarsdóttir
Skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði