Bréf til nemenda og forráðamanna - Upplýsingar um skólabyrjun á haustönn 2020

Kennsla hefst svo formlega næstkomandi mánudag 24.ágúst þar sem nemendur fylgja sinni stundatöflu, ýmist hér í húsi eða heima í fjarkennslu. Skólastarfið verður því afar óhefðbundið fyrst um sinn en við gleðjumst þó yfir því að geta tekið á móti nemendum og kennt hér á staðnum að einhverju leyti (staðbundnar lotur).

Eftirtalin bréf hafa verið send út á síðastliðnum dögum bæði til nemenda og forráðamanna og varða þau skipulag á þessum fyrstu vikum:

Heildarskipulag

Nýnemadagur 19.ágúst 2020

Bréf til nýnema