Breyttar sóttvarnarreglur

Sóttvarnarreglur í framhaldsskólum hafa verið rýmkaðar töluvert. Nú megum við koma allt að 200 saman hér innandyra sem þýðir meira svigrúm í matsalnum og því verður sætum þar fjölgað. Grímuskyldan er enn við lýði en stærsta breytingin er sú að nemendur mega taka grímuna niður þegar komið er í sæti.

Í ljósi rýmkunar á sóttkví og styttingu einangrunar skipta persónulegar sóttvarnir miklu máli - sprittum okkur reglulega og notum grímu þegar við á.