Dagur íslenskrar tungu í Flensborg

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Flensborgarskólanum í dag. Í frímínútunum fengu nemendur að njóta ljóða eftir samnemendur sína sem varpað var af skjávarpa í salnum, ásamt gómsætri köku í tilefni dagsins. Á bókasafninu var sýning með ýmsum bókum með verkum Jónasar Hallgrímssonar eða um Jónas. Loks var hrundið af stað lestrarátaki meðal starfsmanna. 

Dagurinn mæltist vel fyrir hjá nemendum, jafnt sem starfsfólki skólans.