Dagur umhverfisins og nýtt útikennslusvæði

Á morgun, sumardaginn fyrsta, er dagur umhverfisins. Nemendur í umhverfisnefnd skólans, þeir Andri Steinar, Atli Örn, Hrafnkell Ari, Karl Sæmundur og Tómas Kári, skoðuðu nýja útikennslustofu við skólann sem brátt verður tekin í notkun og fengu allar helstu upplýsingar um hugmyndina, notkunina og framkvæmd á svæðinu. Um þetta skrifuðu þeir greinargerð sem er hluti af námi þeirra í nefndinni og tóku að lokum smá snúning á plokk-klípum skólans en framundan er stóri plokkdagurinn sunnudaginn 28. apríl n.k. Við hvetjum nemendur skólans til að huga vel að sínu nánasta umhverfi, ganga alltaf snyrtilega um og leggja skólanum lið við að halda umhverfinu snyrtilegu.