- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Úthlutað var úr Fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar í 29. sinn við hátíðlega athöfn strax að lokinni útskrift skólans laugardaginn 19. desember. Að þessu sinni hlaut Edda Sólveig Þórarinsdóttir styrk.
Edda Sólveig útskrifaðist frá Flensborgarskólanum 2013. Hún lauk BS gráðu í sálfræði vorið 2017 og stundar nú norrænt meistaranám í öldrunarfræðum frá Háskóla Íslands. Meistaraverkefni Eddu Sólveigar fjallar um þjónustu endurhæfingar eldra fólks í heimahúsi. Gildi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í aukinni innsýn í upplifun eldra fólks af þjónustunni og hvort endurhæfingin hafi stuðlað að auknu sjálfstæði til lengri tíma. Slíkar upplýsingar geta nýst þjónustuveitendum við mat á árangri þjónustunnar, það er hvað hefur tekist vel og hvað má bæta svo að eldra fólk fái sem skilvirkustu þjónustuna á eigin heimili.
Styrkupphæð var kr. 500.000 að þessu sinni.