- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nemendur í efnafræði ásamt Viðari kennara heimsóttu Rio Tinto á dögunum. Bjarni Már upplýsingafulltrúi tók á móti hópnum og fór með í rannsóknarstofuna þar sem Guðrún Þóra fræddi nemendur um sýnatöku á flúor og sýndi þeim vigtar sem eru 10 sinnum nákvæmari en nákvæmasta vigtin í Flensborg. Þá fengu nemendur að heimsækja rafgreiningarskálann og sjá skautin því syðstu kerin voru ekki í notkun. Loks var farið í steypuskálann og þar fengust upplýsingar um að ein meðalþykk stöng er ekki nema svona milljón króna virði!
Flensborgarskólinn þakkar Rio Tinto kærlega fyrir góðar móttökur.