- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur starfað við Flensborgarskólann síðastliðin 20 ár eða frá árinu 2002, síðustu tvö árin sem settur skólameistari. Nú hefur hún verið skipuð skólameistari og leiðir því áfram metnaðarfullt starf skólans næstu fimm árin. Fyrstu árin sín í skólanum starfaði hún sem sögukennari en frá 2011 hefur hún gegnt ýmsum stjórnunarstöðum innan skólans, þ.e. stöðu sviðsstjóra félagsgreina, mannauðsstjóra, aðstoðarskólameistara og setts skólameistara.
Erla hefur lokið námi í fjölmiðla- og stjórnmálafræði hjá University of Wisconsin–Stevens Point. Hún er með B.A. gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands, Cand.Mag. í sögu og stjórnmálafræði frá Háskólanum í Árósum, Dipl.Ed. í stjórnun og fræðslu frá Háskóla Íslands og MPA í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið kennslufræði til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi hjá Háskóla Íslands.
Erlu er óskað áframhaldandi velfarnaðar í sínum störfum fyrir Flensborgarskólann.
Hér má sjá tilkynningu Stjórnarráðsins um skipunina: