- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Valáfanginn FABLAB er vinsæll meðal nemenda á starfsbraut. FABLAB stendur fyrir Fabrication Laboratory, sem kalla mætti tilraunasmiðju. Þar fá nemendur tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, með því að hanna, móta og framleiða hluti með stafrænni tækni.
Nýlega fóru nemendur okkar í Fjölbraut í Breiðholti til að fullvinna verkefni sem þeir hafa unnið að hér í skólanum. Hópurinn fær aðgang að verkstæðinu þeirra í FABLAB-smiðjunni einu sinni í mánuði þar sem finna má bæði laserprentara og vinylskera.
Efniviðurinn að þessu sinni er textíll, plexígler, speglar og tréverk. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru verkefnin fjölbreytt og vel heppnuð.