Fáninn blaktir - MYNDBAND

Eins og kunnugt er flaggaði Flensborgarskólinn Grænfánanum á dögunum. Þar sem ekki var unnt að bjóða gestum til að fagna þessum áfanga með okkur var brugðið á það ráð að setja saman stutt myndband til að deila með þeim sem ella hefðu ratað á gestalistann. Hugmyndin að gerð myndbandsins kom frá Umhverfisnefndinni sjálfri en hana skipa Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, Emma Lind Þórsdóttir, Erna Salóme Þorsteinsdóttir, Hulda Guðjónsdóttir, Jóna Guðrún Sighvatsdóttir, Lilja Sól Andersen, Sindri Már Sigurðsson og Ingi Snær Karlsson. Við höldum áfram þessari vegferð á næsta ári og þess má geta að enn er pláss fyrir fleiri nemendur í áfanganum UMHVFL02 á vorönn 2021.

 

 

Mynd með frétt:  Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttabblaðsins