- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nemendur Flensborgarskólans tóku á móti nemendum FG á dögunum og kepptu í hinum ýmsu greinum í íþróttahúsinu við Strandgötu. Grillnefnd Flensborgarskólans grillaði pulsur áður en keppni af misgáfulegum toga fór fram. Keppt var í körfubolta, handbolta, kappáti, skotbolti starfsfólks, borðtennis og fótbolta. Rífandi stemning var í troðfullu íþróttahúsinu og allt fór vel fram. Að þessu sinni báru Garðbæingar sigur af hólmi og fóru heim með bikarinn svo það er ljóst að Flensborgarar munu bretta vel upp ermar að ári liðnu.