- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Laufey Guðný Kristinsdóttir er nýr námsráðgjafi við skólann. Hún hleypur í skarðið fyrir Helgu Valtýsdóttur sem er í námsleyfi. Laufey starfaði áður sem náms- og starfsráðgjafi í Háskóla Íslands en hún útskrifaðist frá sama skóla árið 2015.
Hjólreiðar eru efst á lista yfir áhugamál. Hún æfir götuhjólreiðar með Breiðabliki en henni finnst líka gaman þeysast um á fjallahjóli í fallegri náttúru. Laufey er ættuð úr Landssveitinni en hefur búið í Hafnarfirði frá 2012.
Henni finnst ánægjulegast við starfið að styðja nemendur námi, hjálpa þeim að átta sig á styrkleikum sínum og áhugasviði og velta vöngum yfir framtíðarmöguleikum þeirra.
Þessa dagana spyrja nemendur helst um hvernig sé best að halda utan um námið í flóknu námsumhverfi á tímum kórónuveirunnar. Þeir tala um að nú sé óvenju mikið verkefnaálag þar sem tímarnir fari að miklu leyti fram í fjarkennslu. Laufey segir að nú sem aldrei sem fyrr sé mikilvægt að skipuleggja sig vel, gera vikuáætlanir og fylgjast vel með á Innu.