- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Finnbjörn Benónýsson hefur bæst í hóp öflugra kennara á starfsbrautinni. Þar kennir hann heimspeki, umhverfis- og auðlindafræði, lífsleikni, tónlist, íslensku og landafræði. Þegar við náðum tali af honum var kennslustund í heimspeki að ljúka þar sem spurningunni „hvernig kemst maður til tunglsins?“ var varpað fram og ýmsar tillögur ræddar fram og til baka.
Í næstu kennslustund var hann að plokka úti á skólalóð með nemendum. Þar fór fram kennslustund í umhverfis- og auðlindafræði. Hugmyndin er að gera nemendur meðvitaða um nærumhverfi sitt og hvernig þeir sjálfir geti haft áhrif á umhverfi sitt. Þá velta þeir fyrir sér umhverfisstefnu skólans, bæjarfélagsins, Íslands, Evrópu og loks heimsins alls.
Finnbjörn lagði stund á stjórnmálafræði með kynjafræði sem kjörsvið. Áður en hann hóf störf í Flensborg kenndi hann í FS. Helstu áhugamál hans tengjast tónlist, hann er liðtækur bassa- og gítarleikari auk þess sem hann spilar á píanó. Finnbjörn er fjölskyldumaður, það er í nógu að snúast á heimilinu með tvö börn, tveggja ára og fimm mánaða. Þar býr líka fjölskylduhundurinn Luna sem fékk að koma með í skólann í síðustu viku við mikinn fögnuð nemenda og starfsfólks á starfsbrautinni.