Fjarkennsla - miðannarmat - úrvinnsludagur - vetrarfrí

Vikan sem leið hefur verið góð í fjarkennslunni. Hér koma nokkur mikilvæg atriði fyrir næstu daga:

  • Kennt verður með sama hætti áfram, þ.e. allt nám verður í fjarkennslu, nema á starfsbraut og í bæjarbrú, allt til þriðjudagsins 20.október.

  • Miðvikudagurinn 21.október verður svo úrvinnsludagur. Þá er engin kennsla en nemendum gefst tækifæri til að ljúka við verkefni sem út af standa og hlaða batteríin.

  • Vetrarfríi er svo dagana 22. og 23.október og nýtist vonandi öllum til hvíldar og endurnæringar.
  • Miðannarmat má sjá í Innu frá og með deginum í dag. Það er að finna í námið -- einkunnir -- miðannarmat.

 

Svo virðist sem COVID-19 smitið sem kom upp í skólanum í síðustu viku hafi ekki náð að dreifa sér en engar tilkynningar hafa borist um slíkt.

Við vonum að aðgerðir stjórnvalda skili tilætluðum árangri á næstu vikum svo hægt sé að endurmeta stöðuna.

Góða helgi

Hér er hægt að lesa bréf sem fór til nemenda í dag, 9.október 2020.