Fjarkennsla, próftafla og val

Ný vinnuvika er handan við hornið á þessum góðviðrisdegi og áfram höldum við í fjarkennslu í Flensborgarskólanum eins og áður hefur verið boðað.

Staðfest próftafla hefur verið birt á heimasíðu skólans en það styttist óðum í síðasta kennsludag sem að þessu sinni er föstudagurinn 4.desember. Prófin fara fram 7.-15.desember og stúdentar verða útskrifaðir þann 19.desember.

Við minnum nemendur á að ganga frá vali fyrir næstu önn á Innu en valinu lýkur á morgun, 9.nóvember. Með því að velja eru nemendur að staðfesta umsókn sína um skólavist fyrir vorönn 2021. Nemendur sem eru í hámarki geta leitað til umsjónarkennara hafi þeir spurningar um valið en nemendur sem ætla að útskrifast í vor er bent á að hafa samband við áfangastjóra.

Ef einhverjir þarfnast aðstoðar í námi þá er hægt að bóka tíma hjá öflugu nemendaþjónustunni okkar á heimasíðu skólans. Einnig er hægt að senda tölvupóst á Sunnu sunna@flensborg.is, Laufeyju laufey@flensborg.is eða Rannveigu Klöru rannveigklara@flensborg.is.

Hér má lesa bréf sem fór til nemenda og forráðamanna í dag.