- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Síðastliðnar annir hafa kennarar við skólann tekið að sér skólaþróunarverkefni sem snúa að því að þróa nýja áfanga í kennslu. Afrakstur þessarar vinnu er sá að nú á vorönn koma nýir og spennandi áfangar inn í áfangaframboðið og auka enn frekar við fjölbreytt áfangaframboð skólans. Þeir áfangar sem bætast við eru Tónlistin sem breytti heiminum, Týndi helmingurinn – jafnréttissaga og Ferðast um Ísland, ferðamálaáfangi auk þess sem kynjafræðaáfanginn hefur verið uppfærður í takt við samfélagsbreytingar.
Þá hefur Tæknisvið skólans einnig verið að eflast og eru nú kenndir framhaldsáfangar í forritun og myndvinnslu.
Kennarar við skólann eru duglegir að taka að sér skólaþróunarverkefni líkt og þessi og nú hafa aðrir starfsmenn bæst í hópinn og þeim gefinn kostur á að styrkja sig með núvitundarnámskeiðum. Núvitund verður í aðalhlutverki á vorönn en þá ætla þær Hafdís Ósk, Klara, Jenný og Sædís, starsfmenn skólans, að sækja núvitundarnámskeið sem hluta af sínu starfi og styrkja sig þannig og efla.