Fjölmenning í Barcelona

Fjórir kennarar Flensborgarskólans sóttu námskeið til Barcelona á dögunum. Námskeiðið var á vegum Shipcon og var yfirskriftin Fjölmenning, stefnur, stuðningur, tungumál og samskipti. Í þessu samhengi er áhersla á móttöku nemenda sem annars vegar hafa stöðu flóttamanns og hins vegar stöðu einstaklings sem sækist eftir alþjóðlegri vernd.

Starfsmenn skólasamfélaga frá Póllandi, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Slóvakíu, Slóveníu og Finnlandi sóttu einnig þetta námskeið og voru þátttakendur öflugir í að deila reynslu sinni af málefninu.

 

Hér má sjá myndband úr ferðinni sem að sögn ferðalanga var bæði lærdómsrík og skemmtileg.