Fjör á FG - Flensborgardegi, miðannarmat og fleira

Og fleira úr skólastarfinu. Skólameistari sendi bréf á alla nemendur og foreldra/forráðamenn fyrr í dag og þar var minnt á það helsta úr skólastarfi næstu daga og vikna. Ber þar hæst miðannarmat sem birt verður í lok vikunnar og valvika sem hefst þann 14. mars. Árshátíðarvika NFF fer fram nú um miðjan marsmánuð þar sem vikunni verður slúttað með glæsilegum dansleik NFF í Gamla bíói miðvikudaginn 16. mars. Og síðast en ekki síst - sala á heitum mat í hádeginu hefst á morgun, miðvikudaginn 2. mars.

Bréf skólameistara má sjá hér.