Flensborg hleypur til góðs

Flensborgarhlaupið fór fram í gær. Metþátttaka var í hlaupinu að þessu sinni og hlaupið var til styrktar Pieta samtakanna. Umgjörð hlaupsins var hin glæsilegasta og allar aðstæðar góðar, þrátt fyrir að rigndi á hlaupara nánast allan tímann. Helstu styrktaraðilar hlaupsins eru Hafnarfjarðarbær, Landsbankinn og KFC. Þá veittu Fjarðarkaup, Altís, Icepharma, CORE og Hress verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í 10 km hlaupinu og allir hlauparar fengu glaðning frá CORE heilsuvörum, Innnes, MS og Ölgerðinni. Kærar þakkir til þessara fyrirtækja fyrir stuðninginn🧡
Nánari upplýsingar um úrslit hlaupsins má sjá á timataka.net en það var Bjarki Fannar Benediktsson, nemandi í FG, sem gerði sér lítið fyrir og varð Framhaldsskólameistarinn, annað árið í röð. Hann hljóp 10km hraðastur allra, eða á 36 mínútum sléttum. Flensborgarskólinn vill þakka hlaupurum fyrir þátttökuna. Einnig öllum þeim sem komu að undirbúningi hlaupsins, öllum sjálfboðaliðum úr starfsmannahópnum og nefndum nemendafélagsins sem komu að framkvæmd hlaupsins, án ykkar hefði hlaupið aldrei orðið að veruleika.
 
Sjáumst að ári - lifi hlaupið og áfram Flensborg!🧡🤎🧡