Flensborgarar í forritunarkeppni framhaldsskólanna
Tvö lið Flensborgarskólans tóku þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023 sem fram fór um liðna helgi.
Liðið Recursion var skipað af:
Teitur Hrólfsson
Árni Tumi Reynisson
Marteinn Logi Jóhannsson
Liðið Júlli og kjúllarnir var skipað af:
Viktor Berg
Elis Poroshtica
Júlíus Jóhann Daníelsson
Bæði lið tóku þátt í Delta deildinni en það er fjölmennasta deildin af þeim þremur sem eru í boði og lenti liðið Recursion í 4. sæti keppninnar. Við óskum liðinu innilega til hamingju og þökkum Teiti, Árna, Marteini, Victori, Elis og Júlíusi fyrir þátttökuna.