- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Dagana 7. - 11.nóvember fóru 12 nemendur í spænskuáfanganum Náttúra- umhverfi og menning til Madridar ásamt þeim Thelmu og Siggu spænskukennurum. Markmið ferðarinnar var að drekka í sig sögu borgarinnar og kynnast spænskri menningu og siðum.
Í borginni var ýmislegt gert, meðal annars fóru nemendur í ratleik um borgina og heimsóttu listasafn þar sem verk eftir fremstu listmálara Spánar eru sýnd, t.d. Dalí, Miró og Picasso. Retiro lystigarðurinn var heimsóttur, þau sáu Flamenco danssýningu og borðuðu á elsta veitingastað í heimi, El Botín. Þann 9. nóvember var svo hátíðisdagur í Madrid og nemendur fylgdust með þegar líkneski af hinni heilögu mær Almudenu var borið út og gengið með um götur Madridar.
Ferðin var velheppnuð að sögn kennara og nemendur ánægðir og til fyrirmyndar.