- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Undankeppni í almennu landskeppninni í efnafræði fór fram á dögunum. Alls tóku 78 nemendur þátt úr átta framhaldsskólum, en fjórtán efstu keppendunum var síðan boðið að taka þátt í úrslitakeppninni sem fer fram helgina 8.-9. mars í Háskóla Íslands.
Þeir Daði Þór Friðriksson og Bergur Fáfnir Bjarnason náðu einstökum árangri og eru þar með komnir í úrslit keppninnar. Daði Þór náði fjórða besta árangrinum og Bergur Fáfnir þeim sjötta. Við óskum þeim báðum góðs gengis í úrslitunum, vel gert drengir.