Flensborgarhlaupið 2022

Undirbúningur fyrir Flensborgarhlaupið árið 2022 stendur nú yfir. Hlaupið fer fram þann 20. september og hægt er að hlaupa 5 km og 10 km vegalengdir auk þess sem hægt er að taka þátt í 3 km skemmtiskokki. Að venju er hlaupið styrktarhlaup í þágu ungs fólks og að þessu sinni rennur ágóðinn til verkefnisins Ungt fólk og sorgin á vegum Sorgarmistöðvarinnar. Sorgarmiðstöðin er starfrækt í Lífsgæðasetri Skt. Jósefsspítala og er samstarfsverkefni grasrótarfélaga á sviði sorgarúrvinnslu, þau eru Ný dögun, Ljónshjarta og Gleym mér ei.

Hægt er að skrá sig í hlaupið á flensborgarhlaup.is eða á hlaup.is

 

Þeir sem skrá sig til þátttöku fyrir miðnætti sunnudaginn 18. september greiða:

  • 1.000 krónur óháð vegalengd (20 ára og yngri)
  • 2.750 krónur fyrir 10 km og 5 km hlaup
  • 1.500 krónur fyrir skemmtiskokk

 

Þeir sem skrá sig eftir miðnætti 19. september greiða fullt verð:

  • 1.500 krónur óháð vegalengd (20 ára og yngri)
  • 3.500 krónur fyrir 10 km og 5 km
  • 2.500 krónur fyrir skemmtiskokk

 

Við hvetjum alla vini okkar og velunnara að taka þátt í þessu verkefni með okkur og hlaupa til góðs þann 20. september nk.